
Skemmtiferðaskipið Barmoral var á Húsavík í dag og var þessi mynd tekin þegar það lét úr höfn nú undir kvöld.
Barmoral var smíðað í Papenburg í Þýsklandi árið 1988 og bar upphaflega nafnið Crown Odyssey.
Það breyttist árið 1996 þegar það nafn fékk nafnið Norwegian Crown. Skipið fékk aftur sitt fyrra nafn árið 2000 og aftur Norwegian Crown árið 2003.
Núverandi nafn fékk skipið árið 2008.
Balmoral er 217,9 metrar að lengd, breidd þess er 28,2 metrar og það mælist 43,537 GT að stærð.
Skipið siglir undir fána Bahamas með heimahöfn í Nassau.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.