Rósa HU 294

1940. Rósa HU 294. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Rósa HU 294 var smíðuð fyrir samnefnt hlutafélag hjá Johan Drage A/S, Skipsverft og Mekanisk Verkted í Rognan í Noregi.

Báturinn, sem var 68 brl. að stærð, kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Hvammstanga 4. ágúst árið 1988.

Rósa HU 294 var sérstaklega byggð til togveiða og er með búnaði til að frysta rækju. Hún kom í stað 48 rúmlesta eikarbáts sem bar sama nafn, smíðaður árið 1946 ÍSvíþjóð, og var úreldur árið 1986. 

Rósa var seld til Fáskrúðsfjarðar árið 1990 þar sem hún fékk nafnið Búðafell SU 90 og lesa má um hér.

Búðafell fékk síðar nafnið Lómur HF 177 sem seldur var til Orkneyja árið 1995.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd