Kristbjörg VE 70

136. Kristbjörg VE 70 ex Guðrún Magnúsdóttir VE 69. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Kristbjörg VE 70 kemur til hafnar í Vestmannaeyjum en þaðan var báturinn gerður út alla tíð.

Kristbjörg var smíðuð í Noregi árið 1960 fyrir Svein Hjörleifsson í Vestmannaeyjum.

Íslensk skip IV bindi:

Smíðuð í Noregi 1960, stál 113 brl. 550 hestafla Völund diselvél. Eigndi Sveinn Hjörleifsson Vestmannaryjum frá 7. apríl 1960. Skipið var endurmælt í sept. 1966 og mældist þá 142 brl. Endurmæltaftur í júní 1969 og mældist þá 104 brl.

21. júlí 1970 var skráður eigandi Kristbjörg h/f Vestmannaeyjum, sami eigandi og áður. Skipið var selt 10. október 1976 Braga Guðmundssyni og Pétri Sveinssyni Vestmannaeyjum. 

Skipið hét Guðrún Magnúsdóttir VE 69. Skipið var selt 21. desember Kristbjörgu h/f Vestmannaeyjum. Skipið hét Kristbjörg VE 70. Selt 31.desember 1981 Bjarna Sighvatssyni og Haraldi Gíslasyni Vestmannaeyjum. 14. maí var skipið endurmælt og mældist þá 109 brl. 

Skipið var talið ónýtt og tekið af skrá 18. júlí 1986.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd