Kristbjörg ÞH 44 fyrsti báturinn í slipp á Húsavík

1420. Kristbjörg ÞH 44. Ljósmynd Pétur Jónasson.

Þann 3. nóvember 1982 var Kristbjörg ÞH 44 fyrsti báturinn sem tekinn var upp í nýjan slipp á Húsavík.

Dagur sagði svo frá þann 9. nóvember:

Það var stór stund í lífi húsvískra sjómanna s.lmiðvikudag. Reyndar má segja í tilveru
allra Húsvíkinga. Hinn langþráði draumur um dráttarbraut í bænum var loksins orðinn
veruleiki.

Allmargir „fjörulallar“ voru saman komnir fyrir neðan bakka þennan dag og biðu spenntir eftir því að fyrsti báturinn, Kristbjörg Þ.H. 44, yrði dreginn upp í nýja slippinn.

Olli útgerðarmaður spígsporaði í fjöruborðinu, greinilega mjög spenntur. Hann átti jú einu sinni fyrsta bátinn sem færi upp. Það var því ekki laust við að kallinn væri dulítið stoltur á svip. Samt örlaði á áhyggjuglampa er hann horfði haukfránum augum á „Kibbuna“ sína, þegar hún þok- aðist upp sleðann. Það fylgir því ábyrgð að eiga fyrsta bátinn sem dreginn verður upp. En allt gekk þetta eins og í sögu. Kristbjörgin komst alla leið og áhyggjuglampinn í augum útgerðarmannsins slokknaði.

Framkvæmdir við dráttarbrautina hófust í fyrra haust. Umsjón með verkinu hafði Þórður Har aldsson, bátasmiður, framkvæmdastjóri Nausta h.f., sem mun annast reksturinn og fram- kvæmdir við önnur mannvirki tengd dráttarbrautinni.

Í byggingu er 480 fermetra stálgrindahús við hlið dráttarbrautarinnar og verður það verkstæði. Hægt er að taka upp 200 tonna báta, þannig að nýja stöðin getur þjónað öllum bátaflota Húsvíkinga, nema togurunum.

Fyrst í stað er aðeins hægt að taka upp einn bát í einu, en þegar stöðin er fullsmíðuð verða stæði fyrir 4-5 báta.

Um tíu starfsmenn vinna í dráttarbrautinni.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd