Longdawn

IMO 9501679. Longdawn ex Louis. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson 2024.

Flutningaskipið Longdawn sem verið hefur í fréttum undanfarna dag sigldi frá Vestmannaeyjum í gær og tók Tryggvi Sigurðsson þá þessa mynd.

Skipið var smíðað í Kína árið 2013 og hét í fyrstu Bbc Barcelona og síðar Louis en frá 2022 Longdawn.

Það er 128,95 metrar að lengd, breidd þess er 16,6 metrar og skipið mælist 6,310 GT að stærð.

Longdawn siglir undir fána Antigua & Barbuda með heimahöfn í St. John´s.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd