Jói á Seli

7429. Jói á Seli GK 359 ex Ásdís ÍS 55. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024.

Jói á Seli GK 359 hét upphaflega Gamli Valdi RE 81 og var smíðaður árið 1995 í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði.

Árið 1996 fékk báturinn nafnið Guðlaug SH 447 með heimahöfn í Stykkishólmi. Tíu árum síðar var báturinn kominn vestur í Bolungarvík þar sem hann fékk nafnið Ásdís ÍS 55.

Það var svo árið 2008 sem báturinn fékk núverandi nafn, er gerður út af Gunnari Hámundarsyni ehf. og er með heimahöfn í Garði.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd