Fram kom í dag

IMO 9370018. Fram. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Skemmtiferðaskipavertíðin hófst síðdegis í dag þegar norska leiðangursskipið Fram kom til Húsavíkur. Fram, sem einnig var fyrst skipa á ferðinni hér á síðasta vor, er gert út af fyrirtækinu Hurtigruten og er með heimahöfn í Tromsö.  Skipið er nefnt eftir skipi norsku landkönnuðanna Roald Amundsen og Fridtjof Nansen.  … Halda áfram að lesa Fram kom í dag

Brufjell kom í morgun

IMO 9346665. Brufjell ex Damsterdijk. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Norska flutningaskipið Brufjell kom til Húsavíkur í morgun og lagðist að Bökugarðinum þar sem skipað er upp hráefnisfarmi fyrir kísilver PCC á Bakka. Brufjell var smíðað í Goa á Indlandi árið 2007 og er 89,95 metra að lengd. Breidd þess er 14,4 metrar og það mælist … Halda áfram að lesa Brufjell kom í morgun