IMO 9458248. Marietje Marsilla. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024 Hollenska flutningaskipið Marietje Marsilla kom til Húsavíkur í morgun með hráefnisfarm til PCC á Bakka. Marietje Marsilla er með heimahöfn í Delfzijl og var smíðað í Hollandi árið 2010. Skipið er 5,418 GT að stærð, lengd þess er 126 metrar og breiddin 14 metrar. IMO 9458248. Marietje … Halda áfram að lesa Marietje Marsilla kom í morgun
Day: 6. maí, 2024
Maggý VE 108
1855. Maggý VE 108 ex Ósk KE 5. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Dragnótabáturinn Maggý VE 108 kemur hér til hafnar í Sandgerði eftir róður í lok síðustu viku. Maggý, sem gerð er út af Narfa ehf. í Vestmannaeyjum, var smíðuð í Póllandi 1988 og hét upphaflega Skálavík SH 208 frá Ólafsvík. Báturinn, sem er 118 BT … Halda áfram að lesa Maggý VE 108

