Feðgar við löndun

Feðgarnir Eiður Gunnlaugsson og Haukur Eiðsson við löndun í gærmorgun. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024.

Þessi mynd sýnir feðgana Eið Gunnlaugsson og Hauk Eiðsson skipstjóra við löndum úr handfærabátnum Sigrúnu Björk ÞH 100 í gærmorgun.

Haukur réri fyrsta róðurinn á nýja bátnum sl. sunnudag í sannkallaðri vorblíðu og fiskaði vel í Barminum og þar í kring.

Það var annar bragur á veðrinu í gærmorgunn þegar Haukur landaði, sannkallað vorhret.

Hann naut aðstoðar föður síns við löndunina og aflinn 2,7 tonn af vænum þorski.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd