Leifur á ralli

1434. Leifur EA 888 ex Þorleifur EA 88. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024.

Leifur EA 888 kom til hafnar á Húsavík fyrir stundi eftir að hafa lagt netatrossur í Skjálfanda en báturinn sinnir norðursvæði í netaralli Hafrannsóknastofnunar.

Eins og glöggir menn sjá er þetta gamli Þorleifur EA 88 en þegar útgerðin keypti annan bát í haust var nafnið stytt á þessum og Þorleifsnafnið sett á hinn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd