Jóhanna ÞH 280

6227. Jóhanna ÞH 280 ex Lúlli NK 29. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2007.

Jóhanna ÞH 280 hét upphaflega Lúlli NK 29 og var smíðuð árið 1981 af Guðlaugi Einarssyni skipasmið á Fáskrúðsfirði.

Báturinn var 3,38 brl. að stærð og smíðaður fyrir Einar Þorvaldsson og Þorvald Einarsson í Neskaupstað sem áttu bátinn í átta ár. 

Frá árinu 1991 hét báturinn Jóhanna ÞH-280, Kópaskeri og það nafn bar báturinn þegar hann var tekinn úr rekstri, sagður ónýtur og felldur af skipaskrá 9. október 2009. Heimild aba.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd