
Jóhanna ÞH 280 hét upphaflega Lúlli NK 29 og var smíðuð árið 1981 af Guðlaugi Einarssyni skipasmið á Fáskrúðsfirði.
Báturinn var 3,38 brl. að stærð og smíðaður fyrir Einar Þorvaldsson og Þorvald Einarsson í Neskaupstað sem áttu bátinn í átta ár.
Frá árinu 1991 hét báturinn Jóhanna ÞH-280, Kópaskeri og það nafn bar báturinn þegar hann var tekinn úr rekstri, sagður ónýtur og felldur af skipaskrá 9. október 2009. Heimild aba.is
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution