Sigrún ÍS 900

1739. Sigrún ÍS 900 ex Jarvsaar. Ljósmynd Hafþór Hreiðasson

Sigrún ÍS 900 liggur hér við bryggju hjá skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts á Akranesi.

Í 3 tbl. Ægis 1988 segir m.a:

14. ágúst 1986 kom nýtt fiskiskip til Ísafjarðar, m/s Sigrún ÍS 900, sem keypt var notað frá Finnlandi. Skip þetta, sem áður hét Jarvsaar, er smíðað hjá Valmet Oy, Kotka Shipyard, Kotka í Finnlandi árið 1979 (afhent í mars) og er smíðanúmer 297 hjá stöðinni.

Skipið er í eigu Ásrúnar h.f. Ísafirði. Skipstjóri á skipinu er Svavar Pétursson og yfirvélstjóri Konráð Þórisson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Aðalheiður Steinarsdóttir.

Sigrún var 27,33 metrar að lengd, 7,20 metra breið og mældist 138 brl. að stærð.

Sigrún var seld til Ólafsvíkur árið 1990 og fékk nafnið Geir SH 217. 1994 var hann seldur til Hafnar í Hornafirði þar sem hann fékk nafnið Gústi í Papey SF 88.

Gústi í Papey var seldur frá Höfn til Raufarhafnar 1995 en þar staldraði hann stutt við og seldur úr landi 1996. Á Raufarhöfn fékk hann nafnið Sléttunúpur og var ÞH 272. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd