
Jón á Hofi ÁR 42 leggur hér upp í veiðiferð frá Þorlákshöfn en hann er gerður út af Ísfélaginu hf. í Vestmannaeyjum.
Jón á Hofi ÁR 42 hét áður Þuríður Halldórsdóttir GK 94 en Rammi hf. í Fjalabyggð keypti skipið af Þorbirninum hf. sumarið 2007.
Upphaflega hét skipið Hafnarey SU 110 frá Breiðdalsvík og var eitt af raðsmíðaskipunum svokölluðu. Smíðað 1983 hjá Þorgeir & Ellert á Akranesi.
Jón á Hofi ÁR 42 er 38,99 metrar að lengd, 8,1 metra breiður og mælist 274 brl./497 BT að stærð.
Skipt var um brú á skipinu fyrir nokkrum árum í Póllandi.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution