
Hollenska flutningaskipið Vaasaborg kom til Húsavíkur nú undir kvöld og lagðist að Bökugarðinum.
Skipið er með hráefnisfarmi til kísilvers PCC á Bakka.
Vaasaborg er 6,130 GT að stærð og var smíðað í Hollandi árið 2007. Lengd þess er 132 metrar og breiddin 15,85 metrar.
Skipið siglir undir hollenskum fána með heimahöfn í Delfzijl.


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution