Tindur SH 179

847. Tindur SH 179 ex Friðrik Bergmann SH 240. Ljósmynd Alfons Finnsson.

Tindur SH 179 frá Ólafsvík er hér við dragnótaveiðar í Breiðafirði um árið.

Báturinn var smíðaður hjá Skipasmíðastöð KEA árið 1962 og hét upphaflega Sævar ÞH 3 með heimahöfn á Grenivík.

Þaðan fór báturinn tíu árum síðar til Dalvíkur þar sem fékk hann nafnið Vinur EA 80.

Vinur var seldur til Siglufjarðar árið 1978 og fékk báturinn, sem er tæplega 15 brl. að stærð, nafnið Dröfn SI 67.

Árið 1983 var seldur til Ólafsvíkur þar sem hann var gerður út þar til yfir lauk. Hann fékk nafnið Friðrik Bergmann SH 240 sem hann bar til ársins 1987.

Þá fékk báturinn nafnið sem hann ber á myndinni. Eftir að Tindur SH 179 var afskráður síðla árs 1994 var hann tekinn á land við Ólafsvík þar sem hann hefur staðið uppi síðan.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd