Hrönn SH 21

241. Hrönn SH 21 ex Matthildur SH 67. Ljósmynd Alfons.

Hrönn SH 21 kemur hér að landi í Ólafsvík en þaðan var báturinn gerður lengi út undir nafninu Matthildur SH 67.

Hrönn hét upphaflega Guðbjörg ÍS 14 og var smíðuð fyrir Hrönn h/f á Ísafirði í Djupvik í Svíþjóð árið 1963.

Árið 1967 var Guðbjörgin seld til Ólafsvíkur. Kaupendur voru Halldór Jónsson, Jón Steinn Halldórsson, Kristmundur Halldórsson og Leifur Halldórsson. Þeir nefndu bátinn Matthildi SH 67. 

Matthildur var endurmæld árið 1969 og mældist þá 104 brl. að stærð. Frá árinu 1971 hét fyrirtækið Stakkholt h/f en sömu eigendur ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum.

Árið 1978 var skipt um aðalvél er ný 495 hestafla Lister Blackstone kom í stað þeirrar sem var frá upphafi. Heimild: Íslensk skip

Matthildur SH 67 fékk nafnið Hrönn SH 21 snemma á tíunda áratugnum og árið 1995 er hún orðin Hrönn BA 99. 1998 varð hún Hrönn ÍS 74 og árið 2011 var henni fargað eftir að hafa legið lengi í höfn á Ísafirði.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd