
Línubáturinn Óli á Stað GK 99 kemur hér að landi á Siglufirði vorið 2015 en hann var smíðaður hjá Seiglu á Akureyri 2014.
Báturinn, sem er 14,8 m. að lengd og 5,6 m breiðu, er 29,63 BT að stærð.
Óli á Stað GK 99 var smíðaður fyrir Stakkavík í Grindavík sem seldi hann austur á Fáskrúðsfjörð árið 2016.
Þar fékk hann nafnið Sandfell SU 75 og er gerður út af Loðnuvinnslunni sem einnig gerir Hafrafell SU 65 út til línuveiða.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can wiew them in higher resolution