Loftur Baldvinsson EA 124

144. Loftur Baldvinsson EA 124. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson 1963.

Loftur Baldvinsson EA 124 frá Dalvík liggur hér í höfn á Akureyri í október 1963 en hann kom nýr til heimahafnar í ágústmánuði það ár.

Í Degi á Akureyri sagði svo frá þann 9. ágúst 1963;

Hinn 16. júlí kom nýtt 225 tonna stálskip til Dalvíkur. Heitir það Loftur Baldvinsson EA 124. Eigendur eru Aðalsteinn Loftsson, Baldvin Loftsson og Guðjón Loftsson, Dalvík.

Loftur Baldvinsson er byggður í Hjörungavogi í Noregi og var um eitt ár í smíðum. Ganghraði er 11.7 mílur. Aðalvélin er Lister, 660 hestafla, með Lianen skiptiskrúfu, sem er norsk uppfinning. Ljósavélar eru tvær, 70 og 34 hestafla.

Skipið er búið nýtízku siglinga- og öryggistækjum. Í því eru tveir Simraddýptarmælar með astikútfærslu og Kelvin-radar, einnig japönsk ljósmiðunarstöð.

Aðallestin er kæld og framannvið hana er frystilest, einnig er kæld bjóðageymsla. 

Skipstjóri er Kristján Jónsson og fyrsti vélstjóri Vigfús Sveinbjörnsson, báðir frá Dalvík. Loftur Baldvinsson fór á síld, þegar eftir heimkomuna.

Báturinn átti síðar eftir að bera nöfnin Baldur EA 124, Baldur RE 2, Hagbarður KE 116 og loks Gunnar Bjarnason SH 25.

 Báturinn var seldur til Noregs árið 1995.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd