
Happasæll KE 94 við bryggju í Keflavík um árið en upphaflega hét hann Drangur og var flóabátur við Eyjafjörð.
Báturinn var smíðaður í Noregi árið 1959 og mældist 191 brl. að stærð.
Drangur var seldur til Keflavíkur árið 1982 og fékk nafnið Happasæll KE 94. Hann var talinn ónýtur og tekinn af skipaskrá sumarið 1986.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution