Sigurður Pálmason HU 333

1016. Sigurður Pálmason HU 333 ex Fylkir NK 102. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sigurður Pálmason HU 333 liggur hér við Slippkantinn á Akureyri um árið og þarna var hafin vinna við að byggja yfir hann.

Hann var gerður út frá Hvammstanga árin 1984 til 1991 en upphaflega hét báturinn Sigurbjörg ÓF 1.

Sigurbjörg var smíðuð í Slippstöðinni á Akureyri árið 1966 fyrir Magnús Gamalíelsson á Ólafsfirði sem gerði bátinn út til ársins 1979.

Þá vék hann fyrir nýrri Sigurbjörgu ÓF 1 sem var skuttogari smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri.

Frá Ólafsfirði fór báturinn vestur á Patreksfjörð og fékk nafnið Pálmi BA 30 sem hann bar til ársins 1983 er hann var seldur til Neskapstaðar.

Þar fékk hann nafnið Fylkir NK 102 en stoppaði stutt við því eins og áður kemur fram var hann kominn til Hvammstanga árið 1984.

Frá Hvammstanga fór báturinn til Suðurnesja árið 1991 þar sem hann fékk nafnið Erling KE 140 sem hann bar til ársins 1994.

Þá fékk hann nafnið Keilir GK 140 en var seldur úr landi ári síðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd