Sigurborg á Skjálfanda

1019. Sigurborg SH 12 ex Sigurborg HU 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Það hafa birst áður myndir úr skemmtilegri seríu sem ég tók að kveldi 18. júlí árið 2003 og sýna rækjubátinn Sigurborgu SH 12 á Skjálfanda.

En hér kemur ein til viðbótar en Sigurborgin landaði mikið á Húsavík á þessum árum.

Sigurborg hét upphaflega Sveinn Sveinbjörnsson NK 55 frá Neskaupstað, smíðaður í Hommelvik í Noregi 1966 fyrir Múla h/f í Neskaupstað. 

Sigurborg SH 12 var síðustu árin í eigu FISK Seafood og var seld til niðurrifs í Belgíu sumarið 2021.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd