
Það hafa birst áður myndir úr skemmtilegri seríu sem ég tók að kveldi 18. júlí árið 2003 og sýna rækjubátinn Sigurborgu SH 12 á Skjálfanda.
En hér kemur ein til viðbótar en Sigurborgin landaði mikið á Húsavík á þessum árum.
Sigurborg hét upphaflega Sveinn Sveinbjörnsson NK 55 frá Neskaupstað, smíðaður í Hommelvik í Noregi 1966 fyrir Múla h/f í Neskaupstað.
Sigurborg SH 12 var síðustu árin í eigu FISK Seafood og var seld til niðurrifs í Belgíu sumarið 2021.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.