
Vörðufell GK 205 var gert út frá Grindavík árin 1983 til 1987 og þessi mynd sennilega tekin vorið 1986.
Vörðufell hét upphaflega Blíðfari ÍS 42 og var með heimahöfn á Suðureyri,
Báturinn var 10 brl. að stærð, smíðaður í Bátalóni í Hafnarfirði árið 1970.
Árið 1973 var Blíðfari seldur austur á Seyðisfjörð og varð NS 7 en fjórum árum síðar fékk hann Vörðufellsnafnið.
Þá var heimahöfnin Hafnarfjörður og einkennisstafir og númer HF 1. 1982 varð Vörðurfellið HF 110 og eins og áður segir GK 205 árin 1983-1987.
Frá Grindavík fór báturinn aftur í Hafnarfjörð og fékk nafnið Hafbjörg HF 57, 1989 varð skiptu nafn og báturinn hét Þórunn HF 57 og 1991 HF 92.
Sama ár fékk báturinn nafnið Hafrenningur HF 92 og það nafn bar báturinn þegar honum var fargað og hann felldur af skipaskrá 3. apríl 1992. Heimild aba.is
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution