
Víkingur AK 100 við bryggju á Akranesi sumarið 1986, ef ég man rétt.
Víkingur var smíðaður í Þýskalandi 1960 sem síðutogari fyrir Síldar- og fiskimjölverksmiðju Akraness. Yfirbyggður og breytt í nótaskip árið 1977.
Sett var ný brú á Víking sumarið 1989 og var það Slippstöðin á Akureyri sem sá um verkið.
Sögu Víkings AK 100 má lesa í grein Haraldar Bjarnasonar í Skessuhorni
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.