
Skuttogarinn Framnes ÍS 708 liggur hér nýskveraður og fínn við slippkantinn á Akureyri en hann var smíðaður í Flekkefjørd í Norei árið 1973.
Á miða Hauks Sigtryggs segir:
1327….Framnes I. ÍS 708… TF-OH. IMO: 7325485. MMSI: 251220110. Skipasmíðastöð: Flekkefjord Slipp & Mask.Fabr. A/S.Flekkefjord. Noregi. 1973. 1974 = Brúttó: 407. U-þilfari: 276. Nettó: 175. Lengd: 46,56. Breidd: 9,52. Dýpt: 5,15.
Kom nýr til Þingeyrar 30.08.1973. Nýskráður 12.09.1973. Breitt í frysti / ístogara 1994. Breitt í ístogara 2001. Mótor 1973 Wichmann 1287 kw. 1750 hö. Ný vél 1987 Deutz 1426 kw. 1939 hö. Framnes I. ÍS 708. Útg: Fáfnir h.f. Þingeyri. (1973 – 1986). Framnes ÍS 708. Útg: Fáfnir h.f. Þingeyri. (1986 – 1990).
Framnes ÍS 708. Útg: Arnarnúpur h.f. Þingeyri. (1990 – 1993). Framnes ÍS 708. Útg: Arnarnúpur h.f. Ísafirði. (1993 – 1996). Framnes ÍS 708. Útg: Gunnvör h.f. Ísafirði. (1996 – 1999). Framnes ÍS 708. Útg: Hraðfrystihúsið Gunnvör h.f. Hnífsdal. (1999 – 2007).
Gunnbjörn ÍS 302. Útg: Birnir ehf. Bolungarvík. (2007 – 2014). Gunnbjörn ÍS 302. Útg: Sólberg ehf. Ísafirði. (2014 – 2015).
Arnarborg ÍS 302. Útg: Sólberg ehf. Ísafirði. (2015 – 2016). Seldur úr landi – tekinn af skrá 12.04.2016. Ara. Útg: ? Dubai UAE. (2016 – 2019).
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution