
Ás NS 78 kemur hér til hafnar á Húsavík haustið 2010 en hann er gerður út af Jökulheimum ehf. á Bakkafirði.
Hét upphaflega Ásrún AK 3 og var smíðaður í Bátstöðinni Knerri á Akranesi árið 1987. Tæplega 10 brl. að stærð.
Seldur frá Akranesi til Grindavíkur árið 1999 og var þá Ásrún GK 266. Árið 2006 er Ásrún orðin RE 10 en ári síðar kaupir Jökulheimar ehf. bátinn sem fékk nafnið Ás NS 78.
Heimahöfn þá á Vopnafirði en frá árinu 2018 hefur Ás NS 78 verið með heimahöfn á Bakkafirði.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.