
Ísak AK 67 hét upphaflega Bensi BA 46 og var smíðaður í Bátalóni í Hafnarfirði árið 1988.
Báturinn, sem smíðaður var fyrir Leif Halldórsson á Patreksfirði, var lengdur árið 1995 og mælist eftir það rúmlega 11 brl. að stærð.
Bensi BA 46 var seldur til Ólafsvíkur árið 1997 þar sem hann fékk nafnið Valur SH 2. Ári síðar var hann kominn í Grundarfjörð undir nafninu Bryndís SH 231.
Stoppaði stutt við Breiðafjörð og árið 1999 fékk hann það nafn sem hann ber enn þann dag í dag, Ísak Ak 67.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.