Gunnar Hámundarson GK 357

500. Gunnar Hámundarson GK 357. Ljósmynd Hafþor Hreiðarsson.

Gunnar Hámundarson GK 357 kemur hér að landi í Keflavík um árið en hann var með heimahöfn í Garði.

Báturinn var smíðaður árið 1954 í Ytri Njarðvík. Hann var með smíðanúmer 1 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og er 53 brl. að stærð

Gunnar Hámundarson GK 500 var seldur norður á Hauganes haustið 2016 þar sem hann fékk nafnið Whales EA 200.

Sumarið eftir hóf hann siglingar með farþega á hvalaslóðir Eyjafjarðar. Útgerð Whales Hauganes ehf. sem einnig gerir út Níels Jónsson EA 106.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd