Háberg GK 299

1006. Háberg GK 299 ex Hrafn GK 12. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Loðnuskipið Háberg GK 299 kemur hér drekkhlaðið að landi í Grindavík um árið.

Upphaflega Héðinn ÞH 57 sem var smíðaður í Noregi og kom nýr til Húsavíkur í júní árið 1966.

Héðinn ÞH 57 var seldur Þorbirninum hf. í Grindavík vorið 1975 og fékk hann nafnið Hrafn GK 12. Skipið var yfirbyggt árið 1977.

Hér er nánari fróðleikur um hann í boði Hauks Sigtryggs Valdimarssonar;

1006…. Héðinn ÞH 57. TF-SP.

IMO-nr. 6611631.

Skipasmíðastöð: Ulstein Mek. Verkst. A/S. Ulsteinvik. 1966.

Lengd: 36,86. Breidd: 8,21. Dýpt: 3,46. Brúttó: 331.

Mótor 1966 Caterpillar 800 hö. Ný vél 1980 Caterpillar 839 kw. 1141 hö.

Ný vél 2001 Caterpillar 728 kw. 990 hö.

Nöfnin sem skipið hefur borið: Héðinn ÞH 57. – Hrafn GK 12. – Háberg GK 299. – Geirfugl GK 66. – Tómas Þorvaldsson GK 10. – Krummi GK 10.

Fór í brotjárn til Belgíu 2018.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd