
Skuttogarinn Þuríður Halldórsdóttir GK 94 heldur hér í veiðiferð frá Grindavík vorið 2006.
Upphaflega hét skipið Hafnarey SU 110 frá Breiðdalsvík og var eitt af raðsmíðaskipunum svokölluðu. Smíðað 1983 hjá Þorgeir & Ellert á Akranesi.
Valdimar hf. í Vogum á Vatnsleysuströnd keypti Hafnareynna árið 1995 og fékk hún þá nafnið sem hún ber á myndinni.
Valdimar hf. sameinaðist ásamt Fiskanesi hf. Þorbirninum í Grindavík árið 2000. Rammi hf. keypti síðan skipið af Þorbirninum hf. sumarið 2007 og nefndi Jón á Hofi ÁR 42.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution