Arnar ÓF 3

714. Arnar ÓF 3 ex Arnar EA 101. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér liggur Arnar ÓF 3 við bryggju á Ólafsfirði um árið en þaðan var hann gerður út í tuttugu og tvö ár.

Báturinn hét upphaflega Orri EA 101, smíðaður í Skipasmíðastöð KEA árið 1962. heimahöfn Akureyri.

Árið 1968 var báturinn, sem er 26 brl. að stærð, seldur til Falvíkur þar sem hann hélt nafni sínu en varð EA 101.

Það var svo árið 1977 sem hann seldur til Ólafsfjarðar og varð ÓF 3 sem hann bar til ársins 1999 en þá var hann seldur á Árskógssand.

Þar fékk hann nafnið Njörður EA 115. Það breyttist árið 2004 er hann varð aftur Orri og nú EA 151. Það nafn bar hann þegar hann var afskráður af íslenskri skipaskrá og sigldi til Noregs.

Um bátinn má lesa nánar á aba.is en hann á sér merka sögu, m.a fyrsti báturinn sem stundaði úthafsrækjuveiðar við ísland.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd