Stokksey ÁR 40

1037. Stokksey GK 40 ex Dagfari GK 70. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Stokksey ÁR 40 Hét upphaflega Dagfari ÞH 70 smíðaður fyrir Barðann hf. á Húsavík í Boizenburg í Austur-Þýskalandi.  Hann kom til heimahafnar á Húsavík 17, maí árið 1967.

Árið 1977 er skráður eigandi Útgerðarfélagið Njörður hf. en Dagfari var lengst af ÞH 70 eða til ársins 1994. Þá fékk hann skráninguna GK 70 og heimahöfn í Sandgerði.

Árið 2000 var Dagfari seldur og fékk nafnið Stokksey ÁR 40 og var það hans síðasta nafn. Báturinn fór í brotajárn árið 2005 en myndin hér að ofan var tekin í maímánuði árið 2003.

Dagfari var lengdur og yfirbyggður árið 1977 og mældist eftir það 299 brl. að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd