Dongeborg við Bökugarðinn

IMO:9163697. Dongeborg. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023.

Hollenska flutningaskipið Dongeborg kom til Húsavíkur í gærkveldi eftir siglingu frá El Ferrol á norður Spáni.

Farmur skipsins er trjábolir, tæplega 7000 tonn en það mun vera stærsti timburfarmur sem komið hefur til PCC á Bakka.

Dongeborg, sem er 6,205 GT að stærð, var smíðað í Hollandi árið 1999.

Lengd þess er 133 metrar og breiddin 16 metrar.

Heimahöfn Dongeborg er Delfzijl.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd