
Ekki hef ég neinar upplýsingar um trilluhornið Gest í Jörfa sem hér kemur að landi á Húsavík í haust.
Sören Gestsson keypti hana í sumar og nefndi eftir föður sínum, Gesti Halldórssyni, sem jafnan var kenndur við húsið Jörfa sem stendur á Stangarbakkanum (Mararbraut) á Húsavík.
Gestur, sem nú er látinn, var sjómaður og skipstjóri á Húsavík og gerði út nokkra báta í gegnum tíðina. M.a Kóp ÞH 99, Þistil ÞH 99, og Árný ÞH 228 ýmist einn eða í félagi við aðra. Þá gerði hann út smáabáta s.s Árný ÞH 98.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution