Maud kom í kvöld

IMO 9247728. Maud ex Midnatsol. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023.

Norska skemmtiferðaskipið Maud kom til Húsavíkur í kvöld og lagðist að Bökugarðinum.

Það er Hurtigruten sem gerir skipið út en það var smíðað í Noregi árið 2003. Heimahöfn þess er Tromsø.

Skipið, sem bar áður nafnið Midnatsol er 16,151 GT að stærð, lengd þess er 135,75 metrar og breiddin 21,5 metrar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd