Sigurvon EA

7343.Sigurvon EA ex Kópur BA 102. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023.

Sigurvon EA hét upphaflega Særoði ST 51 og var smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 1992.

Heimahöfn Særoðans var Hólmavík en árið 1993 fékk hann nafnið Ösp ST 22. Árið 2005 fékk báturinn nafnið Kópur BA 152 og heimahöfn hans Flatey á Breiðafirði.

Samkvæmt vefnum aba.is fékk báturinn núverandi nafn á þessu ári en eigendur hans eru Kristján Ólafsson og Sigurður Sveinn Ingólfsson.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd