
Hérna koma tvær glænýjar myndir af Hákoni EA 148 en Hólmgeir Austfjörð tók þær á miðunum í morgun.
Hákon EA 148 var smíðaður fyrir Gjögur hf. í Asmarskipasmíðastöðina í Talcahuano í Chile og kom til landsins 10. ágúst 2001.
Hákon EA 148 er 65,95 metrar að lengd, breidd hans er 14,40 metrar og hann mælist 3003 BT að stærð. Heimahöfn hans er Grenivík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can wiew them in higher resolution