306. Knörrinn ex Hrönn EA 258. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér birtist mynd af Knerrinum sem tekin var fyrir rúmum tuttugu árum eða svo. Hér má finna sögu bátsins sem Norðursigling hefur gert út til hvalaskoðunar frá árinu 1995. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the images … Halda áfram að lesa Knörrinn
Flokkur: Hvalaskoðunarbátar
Vinur
3048. Vinur ex Øyglimt. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Hvalaskoðunarbáturinn Vinur sem Sjóferðir Arnars á Húsavík gera út leggur hér upp í morgunferð dagsins í dag. Sjóferðir Arnars keypti bátinn frá Noregi fyrr á árinu en Vinur er rúmlega 20 metrar að lengd og tekur 48 farþega. Báturinn var úr smíðaður úr plasti árið 1980 og hét … Halda áfram að lesa Vinur
Vinur hefur hafið siglingar á Skjálfanda
3048. Vinur ex Øyglimt. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Hvalaskoðunarbáturinn Vinur sem Sjóferðir Arnars á Húsavík keypti frá Noregi fyrr á árinu hefur hafið siglingar á Skjálfanda. Vinur er rúmlega 20 metrar að lengd og tekur 48 farþega. Báturinn var úr smíðaður úr plasti árið 1980. Fyrirtækið hefur frá miðju sumri 2023 gert út hvalaskoðunarbátinn Moby … Halda áfram að lesa Vinur hefur hafið siglingar á Skjálfanda
Garðar í Húsavíkurslipp
260. Gardar ex Sveinbjörn Jakobsson SH 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Hvalaskoðunarbáturinn Garðar baðar sig hér í kvöldsólinni þar sem hann stendur upp í Húsavíkurslipp. Þar hefur báturinn verið undarfarnar vikur í skveringu fyrir komandi sumarvertíð en það er Norðursigling sem gerir bátinn út. Garðar hét upphaflega og lengst af Sveinbjörn Jakobsson SH 10 frá … Halda áfram að lesa Garðar í Húsavíkurslipp
Moby Dick
46. Moby Dick ex Fjörunes. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hvalaskoðunarbáturinn Moby Dick heldur hér í ferð út á Skjálfandaflóa en það var Arnar Sigurðsson sem gerðu bátinn út á sínum tíma. Upphaflega Djúpbáturinn Fargranes sem smíðaður var í Florø í Noregi árið 1963 og mældist þá 134 brl. að stærð. Moby Dick kom til Húsavíkur sumarið … Halda áfram að lesa Moby Dick
Ásgeir SH 150
950. Ásgeir SH 150 ex Gísli Gunnarsson II SH 85. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Ásgeir SH 150 hét upphaflega Farsæll II EA 130 og var smíðaður fyrir Hríseyinga í Skipasmíðastöð KEA árið 1964. Báturinn, sem er 18 brl. að stærð, var seldur til Húsavíkur síðar það ár og kom þangað í byrjun desember. Kaupandi var Útgerðarfélagið Vísir h/f … Halda áfram að lesa Ásgeir SH 150
Moby Dick byrjaður að sigla
1453. Moby Dick ex Gerpir NK 111. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Hvalaskoðunarbáturinn Moby Dick kemur hér að landi á Húsavík í gær en vertíðin byrjaði hjá Adda skólabróður og fjölskyldu í gær. Gentle Giants hóf einnig sína vertíð í gær en því miður rétt missti ég af Sylvíu þegar hún kom til hafnar eftir fyrstu … Halda áfram að lesa Moby Dick byrjaður að sigla
Náttfari kemur úr fyrstu ferð ársins
993. Náttfari ex Byrefjell. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Náttfari kemur hér úr fyrstu hvalaskoðunarferð ársins frá Húsavík sl. mánudag en það er Norðursigling sem gerir bátinn út. Náttfari var smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi árið 1965 og hét upphaflega Þróttur SH 4. Norðursigling keypti bátinn árið 1998 en þá hafði hann legið um árabil í … Halda áfram að lesa Náttfari kemur úr fyrstu ferð ársins
Bjössi Sör og Haukur á Skjálfanda
1417. Bjössi Sör - 1292. Haukur. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2011. Hér kemur mynd frá siglingahátíðinni Sail Húsavík sem haldin var sumarið 2011. Bjössi Sör á landleið úr hvalaskoðun en Haukur tók þátt í siglingakeppni seglskipa. Það sést í stefni dönsku skonnortunnar Activ sem einnig tók þátt í keppninni. Með því að smella á myndina er … Halda áfram að lesa Bjössi Sör og Haukur á Skjálfanda
Andrea
2787. Andrea ex Magdelone. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Hvalaskoðunarbáturinn Andrea kmeur hér til hafnar í Reykjavík á dögunum en það er Special Tours sem gera hana út. Andrea var smíðuð hjá Lindstöls Skips & bätbyggeri A/S í Risør í Noregi árið 1972 og er 299 BT að stærð. Lengd hennar er 34 metrar og breiddin … Halda áfram að lesa Andrea









