IMO 9595321. MSC Preziosa. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Farþegaskipið MSC Preziosa siglir hér inn til hafnar í Reykjavík sl. föstudagsmorgun. Skipið var smíðað í Frakklandi árið 2013 og siglir undir fána Panama með heimahöfn í Panamaborg. MSC Proziosa er 335,35 metrar að lengd, breidd skipsins er 39,7 metrar og það mælist 139,072 GT að stærð. … Halda áfram að lesa MSC Preziosa
Flokkur: Farþegaskip
Rotterdam kom í morgun
IMO 9837470. Rotterdam á Skjálfanda. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Farþegaskipið Rotterdam sigldi inn Skjálfandann í morgun og lagðist við akkeri framundan Húsavík. Rotterdam er stærsta skipið sem komið hefur hingað það sem af er sumri en það er 299,79 metrar að lengd, breidd þess er 35 metrar og það mælist 99,935 GT að stærð. Skipið … Halda áfram að lesa Rotterdam kom í morgun
SH Diana kom til Húsavíkur í morgun
IMO 9921740. SH Diana á Skjálfanda. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Skemmtiferðaskipið SH Diana kom til Húsavíkur í morgun og lagðist að Norðurgarði en fyrir var í höfn Hanseatic nature. SH Diana siglir undir fána Panama með heimahöfn í Panamaborg. Skipið var smíðað í Helsinki í Finnlandi árið 2023 og mælist 12,255 GT að stærð. Lengd … Halda áfram að lesa SH Diana kom til Húsavíkur í morgun
National Geographic Explorer
IMO 8019356. National Geographic Explorer. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Leiðangursskipið National Geographic Explorer var á Húsavík í dag líkt og CH Vega sem birtist hér á síðunni í gær. Skipin létu úr höfn síðdegis og hér bortast myndir af því fyrrnefnda. Skipið var smíðað árið 1982 í Ulstein Verft AS í Noregi og bar nafnið … Halda áfram að lesa National Geographic Explorer
SH Vega kom til Húsavíkur
IMO 9895252. SH Vega. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Skemmtiferðaskipið SH Vega kom til Húsavíkur nú undir kvöld og lagðist að Bökugarði. SH Vega siglir undir fána Panama með heimahöfn í Panamaborg. Skipið var smíðað í Helsinki í Finnlandi árið 2022 og mælist 10,617 GT að stærð. Lengd þess er 113 metrar og breiddin 24 metrar. … Halda áfram að lesa SH Vega kom til Húsavíkur
Fram kom í dag
IMO 9370018. Fram. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Norska leiðangursskipið Fram kom til Húsavíkur í morgun og það gerði einnig NG Explorer. Skipið er nefnt eftir skipi norsku landkönnuðanna Roald Amundsen og Fridtjof Nansen. Fram var smíðað á Ítalíu árið 2007, skipið er 113 metrar að lengd, breidd þess er 26 metrar og það mælist 11,647 GT að stærð. … Halda áfram að lesa Fram kom í dag
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Húsavíkur í morgun
IMO 9813084. Fridtjof Nansen. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Húsavíkur í morgun og þar var á ferðinni Fridtjof Nansen. Fridtjof Nansen er svokallað leiðangursskip sem HX Expeditions (áður Hurtigruten) gerir út og ber nafn norska landkönnuðar og vísindamannsins, Fridtjof Nansen. Skipið er tvíorku (hybrid) skip og var afhent frá Kleven Verft AS … Halda áfram að lesa Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Húsavíkur í morgun
Árnes
994. Árnes ex Baldur. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Árnes sem hér sést á siglingu hét upphaflega Baldur og var smíðað fyrir útgerð flóabátsins Baldurs í Stykkishólmi. Smíðin fór fram í Kópavogi og var Baldur afhentur 31. mars árið1966. Baldur var 180 brl. að stærð en eftir lengingu á Akureyri mældist hann 193 brl. að stærð. Baldur … Halda áfram að lesa Árnes
Azamara Journey í höfn í Malaga
IMO: 9200940. Azamara Journey. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Skemmtiferðaskipið Aazmara Journey kom næstum því til Húsavíkur sumarið 2023 og lesa má um og skoða myndir af hér. En í dag lá skipið í höfn í Malaga á Spáni og þessi mynd tekin þá. Azamara Journey er 30,277 GT að stærð og siglir undir fána Möltu með … Halda áfram að lesa Azamara Journey í höfn í Malaga
Rusadir leggur úr höfn í Malaga
IMO 9832119. Rusadir ex Honfleur. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Hér leggur ferjan Rusadir upp í siglingu frá Malaga síðdegis í dag til Melilla í Marakkó. Rusadir, sem áður hér Honfleur, var smíðuð i Þýskalandi árið 2022 og siglir undir fána Kýpur með heimahöfn í Limassol. Skipið er 187,4 metrar að lengd, breidd þess er 31 … Halda áfram að lesa Rusadir leggur úr höfn í Malaga









