1012. Örn KE 13 ex Örn SK 50. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hér leggur loðnuskipið Örn KE 13 í hann um árið eftir að hafa legið í höfn á Húsavík vegna brælu á miðunum. Margir Húsvíkingar í áhöfn, m.a skipstjórinn Sigurður Sigurðsson. Þarna er búið að skipta um brú á Erninum en það var gert hjá … Halda áfram að lesa Örn KE 13
Flokkur: Bátar
Nökkvi ÞH 27
1622. Nökkvi ÞH 27 ex Þorvarður Lárusson SH 129. Ljósmynd Vigfús Markússon. Hér gefur að líta Nökkva ÞH 27 toga á rækjumiðunum um árið en hann var gerður út frá Grenivík. Upphaflega hét Nökkvi, sem smíðaður var á Ísafirði, Guðlaugur Guðmundsson SH 97 frá Ólafsvík og síðan lengi vel Smáey VE 144. Hér má lesa … Halda áfram að lesa Nökkvi ÞH 27
Jökull ÞH 299
2991. Jökull ÞH 299 ex ex Nanoq GR 1-1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Jökull ÞH 299 kom til Húsavíkur í gær eftir að hafa legið um tíma á Akureyri vegna bilunar. Jökull var smíðaður í Noregi árið 1996 og er 962 GT að stærð. Lengd hans er 44 metrar og breiddin 10 metrar. Hann er útbúinn til línu- … Halda áfram að lesa Jökull ÞH 299
Þórir VE 16
290. Þórir VE 16 ex Sigurjón Árnlaugsson GK 16. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Þórir VE 16 hét upphaflega Dagur RE 71 og var smíðaður í Danmörku árið 1946. Báturinn, sem var 65 brl. að stærð var seldur til Hafnarfjarðar árið 1954 þar sem hann fékk nafnið Ársæll Sigurðsson GK 320. Árið 1964 var báturinn seldur innanbæjar … Halda áfram að lesa Þórir VE 16
Darri EA 32
1231. Darri EA 32 ex Þorkell Árnason GK 21. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2007. Darri EA 32 liggur hér við bryggju á Dalvík um árið en þaðan var hann gerður út um tíma árin 2007-2008. Báturinn var smíðaður í Dráttarbrautinni hf. í Neskaupstað 1972 fyrir Hafölduna h/f á Eskifirði. Báturinn hét Hafalda SU 155 og var … Halda áfram að lesa Darri EA 32
Halli Eggerts ÍS 197
1013. Halli Eggerts ÍS 197 ex Sólrún EA 351. Ljósmynd Jón Páll Ásgeirsson 2004. Halli Eggerts ÍS 197 er hér að draga línuna árið 2004 en Jón Páll Ásgeirsson tók myndina. Báturinn hét upphaflega Þórkatla II GK 197 og var smíðaður fyrir Hraðfrystihús Þórkötlustaða hf. í Noregi árið 1966. Þórkatla II mældist upphaflega 256 brl. … Halda áfram að lesa Halli Eggerts ÍS 197
Guðrún Björg ÞH 60
462. Guðrún Björg ÞH 60 ex Geir ÞH 150. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1999. Guðrún Björg ÞH 60 kemur hér úr rækjutúr sumarið 1999 en það var Flóki ehf. sem gerði bátinn út. Upphaflega hét hann Glófaxi NK 54. Smíðaður í Danmörku árið 1955 og var með heimahöfn í Neskaupstað. Í desember 1969 keypti Eskey h/f á … Halda áfram að lesa Guðrún Björg ÞH 60
Búðanes GK 101
922. Búðanes GK 101 ex Þorlákur helgi ÁR 11. Ljósmynd Vigfús Markússon. Búðanes GK 101 hét upphaflega Þorlákur ÍS 15 og var smíðaður í Danmörku árið 1957. Eigandi Græðir hf. í Bolungarvík. Báturinn, sem var 64 brl. að stærð, var seldur á Eyrarbakka árið 1965 þar sem hann fékk nafnið Þorlákur helgi ÁR 11. Frá … Halda áfram að lesa Búðanes GK 101
Sæmundur HF 85
1068. Sæmundur HF 85 ex Sæmundur ÁR 21. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Sæmundur HF 85 létur hér úr höfn í Þorlákshöfn um árið en Sæmundarnafnið bar báturinn á árunum 1988-2005. Lengst af HF 85 en einnig ÁR 21, GK 83, SF 85 og GK 185. Báturinn hét upphaflega Valur NK 108 og var smíðaður hjá Vélsmiðju … Halda áfram að lesa Sæmundur HF 85
Drífa ÁR 300
1054. Drífa ÁR 300 ex Mánatindur SU 95. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Drífa ÁR 300 hét upphaflega Drífa RE 10 og var smíðuð hjá Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi árið 1967. Drífa var fyrsta stálskipið sem Þorgeir og Ellert hf. smíðuðu og var hún ríflega 100 brl. að stærð. Drífa RE 10 var seld árið … Halda áfram að lesa Drífa ÁR 300









