Kristján HF 100

2820. Kristján HF 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Kristján HF 100 kemur hér að landi í Grindavík vorið 2017 en báturinn var smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 2011.

Kristján vék fyrir nýjum og stærri Kristjáni HF 100 sem afhentur var hjá Trefjum árið 2018 og var seldur á Hellisand þar sem báturinn fékk nafnið Þorsteinn SH 145.

Ekki stoppaði hann lengi þar því vorið 2019 var báturinn seldur á Drangsnes þar sem hann fékk nafnið Benni ST 5 og ber hann það nafn enn þann dag í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd