Konráð EA 90

2577. Konráð EA 90 ex Bjarmi EA 112. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012.

Konráð EA 90 úr Grímsey kemur hér til hafnar á Húsavík í nóvembermánuði árið 2012.

Báturinn, sem síðar átti eftir að verða rauður að lit, var keyptur frá Dalvík það sama ár.

Upphaflega hét báturinn Bylgja RE 77 og var smíðuð hjá Seiglu ehf. í Reykjavík árið 2003.

Árið 2004 fær hann nafnið Greifinn SK 19 með heimahöfn á Sauðárkróki. 2006 er hann orðinn GK 103 með heimahöfn í Garðinum, árið síðar fær hann nafnið Demus GK 212 með heimahöfn í Grindavík.

Árið 2009 fékk báturinn nafnið Bjarmi EA 112 sem hann bar til ársins 2012 en þá var hann seldur til Grímseyjar eins og áður kemur fram.

Í janúarmánuði árið 2024 fékk báturinn nafnið Þorsteinn VE 18 með heimahöfn í Vestmannaeyjum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd