Ágúst Guðmundsson GK 95

266. Ágúst Guðmundsson GK 95. Ljósmynd úr einkaafni.

Hér kemur ein mynd frá síldarárunum og sýnri Ágúst Guðmundsson GK 95 úr Vogum koma drekkhlaðinn að landi á Raufarhöfn.

Ágúst Guðmundsson GK 95 var smíðaður í Danmörku árið 1957 og var 55 brl. að stærð. Hann var smíðaður fyrir þá Guðmund, Magnús og Ragnar Ágústssyni í Halakoti á Vatnsleysuströnd.

Báturinn var seldur til Stokkseyrar haustið 1970 þar sem hann fékk nafnið Hafdís ÁR 21.

Hafdís ÁR 21 sökk út af Selvogi þann 21. janúar árið 1973, áhöfnin, þrír menn, bjargaðist um borð í Jósef Geir ÁR 36. Heimild. Íslensk skip.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd