Bliki EA 12

2435. Bliki EA 12 ex Sæli BA 333. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2007.

Bliki EA 12 sem hér kemur að landi á Dalvík vorið 2007 hét upphaflega Sæli BA 333 og var smíðaður hjá Trefjum árið 2000.

Bliki var gerður út frá Dalvík á árunum 2006-2007 en var þá seldur til Ísafjarðar þar sem hann fékk nafnið Björg Hauks ÍS 33.

Björg Hauks ÍS 33 var tekin af skipaskrá árið 2019.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd