Hafaldan EA 87

2327. Hafaldan EA 87 ex Eldey GK 119. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2002.

Hafaldan EA 87 úr Grímsey lætur hér úr höfn á Húsavík í maímánuði árið 2002.

Báturinn hét upphaflega Eldey GK 119 og var smíðaður hjá Bátagerðinni Samtak í Hafnarfirðir árið 1998.

Árið 1999 var báturinn seldur út í Grímsey þar sem hann fékk nafnið sem hann ber á myndinni, Hafaldan EA 87.

Árið 2005 var báturinn seldur vestur á Súðavík þar sem hann fékk nafnið Svanlaug Björg ÍS 25.

Það var svo árið 2007 sem báturinn fékk nafnið Steini Ólafs Björns ÞH 14 með heimahöfn á Kópaskeri.

Í ársbyrjun árið 2008 var Steini Ólafs Björns ÞH 14 seldur til Færeyja og tekinn af skipaskrá 30. janúar 2008.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd