
Jón Steinar tók þessar myndir í gær en þær sýna línubátinn Guðbjörgu GK 9 draga línuna undan Selatöngum austan Grindavíkur.
Báturinn, sem smíðaður var í Tyrklandi, kom með flutningaskipi til landsins haustið 2023 en lokafrágangur fór fram hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur.
Guðbjörg GK 9 er 13 metra löng og 5,5 metra breið, smíðuð úr stáli og áli en skrokkur bátsins er úr stáli neðan millidekks og ofan þess er smíðin öll úr áli.
Það er Stakkavík í Grindavík sem gerir Guðbjörgina út.





Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution