Vilhelm Þorsteinsson EA 11

2982. Vilhelm Þorsteinsson EA 11. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Hér gefur að líta Samherjaskipið Vilhelm Þorsteinsson EA 11 við bryggju í heimahöfn sinni Akureyri. Jólaserían komin upp fyrir nokkrum dögum en myndin var tekin síðdegis í dag og ekki var vindinum fyrir að fara við pollinn. Með því að smella á myndina er hægt að … Halda áfram að lesa Vilhelm Þorsteinsson EA 11

Árbakur EA 5

2154. Árbakur EA 5 ex Árbakur EA 308. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Skuttogarinn Árbakur EA 5 leggur hér upp í veiðiferð frá Akureyri um árið. Árbakur, sem áður hét Natsek, var smíðaður fyrir Grænlendinga árið 1980 hjá Örskov Christensens Staalskibsvært A/S, Frederikshavn í Danmörku, og var smíðanúmer 112 hjá stöðinni. Skipið var hannað af Nordvestconsult A/S og smíðað … Halda áfram að lesa Árbakur EA 5

Brimir ÞH 10

2155. Brimir ÞH 10 ex Sléttunúpur ÞH 273. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Rækjutogarinn Brimir ÞH 10 kemur hér að landi á Húsavík um árið en hann var 34,75 metrar að lengd, smíðaður í Danmörku 1979. Togarinn var smíðaður fyrir Grænlendinga og hét upphaflega hét Nataarnaq og síðar Niisa. Árið 1991 var togarinn keyptur til Íslands og kom til Ísafjarðar á … Halda áfram að lesa Brimir ÞH 10