
Drífa ÁR 300 hét upphaflega Drífa RE 10 og var smíðuð hjá Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi árið 1967.
Drífa var fyrsta stálskipið sem Þorgeir og Ellert hf. smíðuðu og var hún ríflega 100 brl. að stærð.
Drífa RE 10 var seld árið 1971 og fékk hún nafnið Sturlaugur ÁR 77. Árið 1976 var báturinn seldur til Keflavíkur þar sem hann fékk nafnið Hvalsnes KE 121.
Búlandstindur hf. á Djúpavogi keypti bátinn árið 1984 og gaf honum nafnið Mánatindur SU 95 en í janúar 1985 var hann seldur til Eyrarbakka þar sem hann fékk nafnið Drífa ÁR 300.
Í lok árs 1988 var Drífa keypt ti Vestmannaeyja þar sem hún fékk nafnið Andvari VE 100. (Heimild Íslens skip)
Síðar fékk báturinn nafnið Júlíus ÁR 111 en árið 1997 var báturinn endurbyggður í Ósey í Hafnarfirði 1997 og fékk þá nafnið Sæbjörg ST 7 með heimahöfn á Hólmavík.
Útgerðarfélagið Dvergur ehf. í Ólafsvík keypti Sæbjörgina árið 2006 og gaf henni nafnið Sveinbjörn Jakobsson SH 10 sem báturin ber enn þann dag í dag.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution