Hólmsteinn GK 20

573. Hólmsteinn GK 20 ex Hafdís GK 20. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hólmsteinn GK 20 kemur hér að landi í Sandgerði um árið en upphaflega hét báturinn Hafdís GK 20.

Báturinn var 43 brl. að stærð og smíðaður árið 1946 hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn hf. fyrir Gísla Súrsson hf. í Hafnarfirði.

Árið 1956 var báturinn seldur til Grindavíkur og tveim árum síðar í Garðinn sem var hans heimahöfn upp frá því. Þá fékk hann nafnið Hólmsteinn GK 20.

Hólmsteinn GK 20 stendur nú upp á landi við Garðskagavita en hann var gefinn Byggðasafninu á Garðskaga ári 2009.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd