Þorleifur Jónsson HF 12

1121. Þorleifur Jónsson HF 12 ex Ársæll Sigurðsson HF 12. Ljósmynd Vigfús Markússon.

Þorleifur Jónsson HF 12 hét upphaflega Milly Ekkenga SG 1 og var í eigu þýskrar útgerðar en fékk nafnið Dagný SI 70 þegar Togskip hf. á Siglufirði keypti togarann til landsins árið 1970. 

Skipið var 385 brl. og smíðað í De Dageraadskipasmíðastöðinni í Woubrugge í Hollandi 1966.

Dagný var seld til Hafnarfjarðar árið 1980 þar sem hún fékk nafnið Ársæll Sigurðsson HF 12 og síðar Þorleifur Jónsson HF 12.

Togarinn var seldur til Siglufjarðar í ársbyrjun 1987 og fékk hann nafnið Stapavík SI 5.

Stapavík var seld úr landi 1992 en togaranum hafði verið lagt í ársbyrjun 1990. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd