
Jón Steinar tók þessar myndir af línubátnum Hemma á Stað GK 80 í gær þar sem báturinn var á útleið frá Skagaströnd.
Það er Stakkavík ehf. sem gerir bátinn út en hann hét áður Daðey GK 777. Reyndar Hemmi á Stað GK 777 um tíma.
Upphaflega hét báturinn Oddur á Nesi SI 76 og var smíðaður á Siglufirði 2010 fyrir Útgerðarfélagið Nesið ehf. þar í bæ.
Í maímánuði 2015 var hann orðinn ÓF 176, í eigu sömu útgerðar, og í apríl 2016 fær báturinn nafnið Örninn ÓF 176.
Marver ehf. í Grindavík keypti bátinn árið 2016 og fékk hann nafnið Daðey GK 777.
Í nóvember 2017 var Vísir hf. orðinn eigandi bátsins en í fyrrahaust fékk báturinn nafnið Hemmi á Stað GK 80 og er í eigu Stakkavíkur eins og fyrr segir.



Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution